20.2.2018 | 19:47
Borgarlínuumræðan
Það er nú ekki íkja langt síðan ritskúmur þessi fór að útbreiða skoðanir sínar á netinu, varlega í fyrstu, enda komu þá engin mótmæli sem heitið gat neinssaðar frá, bara hvatning. Þetta átti þó eftir að breytast. Skúmurinn gerðist djarfari, vakti aðra netbúa fjótt til andsvara og hefur nú að líkum fengið á sig stimpi, ef ekki marga slíka fyrir sérvisku og kreddufestu. 'Sic transit gloria mundi!
Ritskúmurinn leiddist síðan út í það, að fara að tjá sig á síðu þar sem rætt var um Borgarlínu og færðist nú fjör í leikinn. Nú skyldi sýna, að hér ríkti víðsýnið og rökhyggjan og enginn skortur skyldi vera á uppbyggjandi athugasemdum. Hmmm! Fljótlega hröklaðist fuglræfillinn út í horn undan athugasemdum eins og Sannaðu mál þtt", "Komdu með heimild", "Lestu þetta" og svo framvegis. Aumingja ritskúmurinn átti ekki nema eitt ráð, að mynda sér skoðun í kvelli og ybba síðan gogg af öllum mætti meðan hann tók pólinn í hæðina.
Í ljós kom, að af nokkur hundruð meðlimum síðunnar voru fáir að tjá sig, flestir þeirra með fast mótaðar skoðanir og af þeim margir sem ekki vildu ræða málin, aðeins láta sína skoðun yfirgnæfa. Hæst lét þó í bergmálshellinum.
Borgarlínan er mál, sem þróað er hjá samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru 6 sveitarfélög með það langstærsta, Reykjavík í broddi fylkingar. Hinum 5 minni stjórna að sögn sjálfstæðismenn, en Reykjavík stjórnar vinstri meirihluti undir forystu samfylkngarmannsins Dags B Eggertssonar, sem í þessu máli styðst mikið við félaga sinn í borgaratjórn, Hjálmar Sveinsson. Kynning malsins og ábyrgð lent fyrst á þessum mönnum.
Þetta mál er spunnið úr tveim þáttum. Sá fyrr er gamall draumur um skjólgóða borg með mannlíf á götum og bíla í bakgrunni, með latttetorg á götuhornum þar sem sólin er ekki jafn velkomin skugganum, hvar sitja lepjandi listamenn fremjandi list hver fyrir annan. Þetta var hinn fjarlægi draumur hvers einasta íslendings sem hafði keypt sér bíldruslu svo hann mætti komast út á lóð sína i úthverfi og byggt þar hús sitt. Fyrst var flutt inn í hráa steypuna, pússað og málað og garðurinn ræktaður þar til upp var risin glæsihöll með kartöflubeð í bakgarðinum og krakkana kjagandi í kring og auðvitað engin tími fyrir drauminn. Flestir telja nú draum þennan óraunsæjan, nema hópur vinstri manna sem enn sér hann í hillingum og eiga nú sína fulltrúa í borgarstjórn í þeim Degi og Hjálmari.
Hinn þátturinn kemur frá vaxandi umferðateppum á samgönguæðum í Reykjavík sem hindrar íbúa grannbæjanna í því að komast til vinnu sinnar og börn þeirra í að komast til skóla. Þarna er augljóslega þörf á betri almenningssamgöngum og jafn augljóst er, að þær verða að fá meira rými á vegum. Í þessum þætti speglast hin upphaflega Borgarlínuhugmynd.
Þessir þættir spunnust saman og úr varð hrein ógn. Allt að 200 milljarða fjárfesting í léttlest, ekki bara milli Reykjavíkur og grannbæjanna, heldur einnig innan Reykjavíkur. Þessu fylgdi breytt skipulag og þétting byggðar umhverfis breytt mannlíf kringum glæsilegar biðstöðvar lestar eða hraðvagna. Það fyrsta sem vakti athyglina var þó ekki þetta, heldur hinn skefjalausi glansmyndaáróður og framsetning á tölum sem hlutu að villa um fyrir hverjum þeim sem reyndi að bera þær saman, eins og greinilega var ætlast til.
Í þessum upprunalegu kynningum fæddust svo umræðupunktar og slagorð sem hafa bergmálað á vefnum síðan. Þar má nefna hluti eins og að breyta þurfi Reykjavík úr þeirri bílaborg sem hún er, að vegna Borgarlínu muni sparast stórkostlegir fjármunir í umferðamannvirkjum eins og mislægum gatnamótum, að þjóðin muni af sömu ástæðu spara ógrynni fjár með minni bílakaupum og það hafi verið stórkostle mistök á sínum tíma að skipuleggja Reykjavík sem bílaborg.
Fyrst í umræðunni var auglýsingaskýrslum um Borgarlínu skvett fram ásamt samskonar efni erlendis frá í löngum bunum. Allt fer þetta samt þverrandi nema bergmálið og frá sumum sést orðið ekkert nema bergmál og hnjóð á þá sem eru annarrar skoðunar. Þessir síðustu hafa þó heldur orðið minna áberandi og komið aðrir sem eru nægilega ósammála til að ræða málin, en nú með sýn á fleiri sjónarmið. Þeta er líklega það sem kallast að umræðan þroskist.
Hvað varðar Borgarlínuna sjálfa, þá hefur hún solítið breist. Hin dýra léttlest er ekki lengur upp á borðum og komið er í ljós, að Borgarlínan kemur ekki alfarið í stað ýmissa umferðamannvirkja. Hún er smátt og smátt að færast nær sinni upprunalegu hógværu hudmynd, að flytja fólk á milli staða á hagkvæman hátt, en þangað er nokkur spölur enn. Það hins vegar, hvernig þeir félagar Dagur og Hjálmar hafa stýrt málum hefur valdið þvi, að sennilega er töluvert erfiðara fyrir okkur að takast á við það, að hakda annarri umferð gangandi meðan við innleiðum einhvers konar Borgarlínu nú en var fyrir 5 árum síðan. Sennilega verðum við að taka svona 3 til 5 ár í, að ná stöðunni upp í viðunandi horf og átta okkur betur á framtíðinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:52 | Facebook
Um bloggið
Elías B Elíasson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fín grein hjá þér, Elías, takk fyrir!
Jón Valur Jensson, 21.2.2018 kl. 00:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.